Jæja þá hefst bloggið, er búin að langa til þess að blogga í langan tíma en e-h veginn ekki þorað.
Ástæðan fyrir að ég valdi nafnið Hafmeyjan er sú að mér finnst ég stundum vera svolítil hafmeyja í þessum heimi. Nýt þess að fara í haminn og synda um höfin blá, leika mér með höfrungunum vinum mínum og horfa á lífið ..frá sjónum! Þegar að ég syndi um þá ER ég bara og nýt, skoða snerti og skynja. Finn sjóinn gæla við líkama minn, langt sítt hárið strýkst við mig og ég bara ER...
Þá þarf ég ekki að tala, höfrungarnir vinir mínir synda með mér og við leikum okkur í sjónum- þeir tala ekki með orðum en við skynjum hvort annað- tengjumst og það er e-h veginn svo skrítið að orð eru óþörf,enda valda orð oft misskilningi. Hugsanaflutningur-án þess að hafa orð....
Stundum rekst ég á aðrar verur í sjónum, Sæhesta, Seli, stórar torfur af allskonar fiskum-finnst gaman að fara inní miðjan hópinn og synda með þeim í um stund, þeir kippa sér lítið upp við það, halda bara áfram að synda..stundum velti ég því fyrir mér hvert markmið þeirra er, það er eins og þeir séu allir á sömu leið, með eitt ákveðið markmið en ég fylgi þeim ekki eftir- hef e-h veginn aldrei getað samlagast hópsálum?
Oft rekst ég á gömul skipsflök, stundum fer ég inní þau og skoða. Ef ég loka augunum og snerti með höndunum þá finn ég og skynja hugsanir þeirra sem voru um borð...stundum verð ég hrygg, döpur..þá bið ég fyrir þeim sem þarna voru og sendi þeim ljós...
En ekki alltaf, ég hef líka farið á staði þar sem ég finn gleði, hlátur, heyri tónlist og ég er með lokuð augun og ég tek þátt í dansinum...
Ef mér líður illa þá fer ég langt, langt niður í djúpið- það er svo skrítið að þó sjórinn sé kaldari þar þá finn ég e-h öryggi í því að liggja bara á mjúkum botninum og slökkva á mér- aftengja mig kannski það sé e-h sem bara Hafmeyjur gera? Veit ekki, hef ekki fundið neina ennþá
En ég elska lífið! Finnst gaman að vera til...oftast
Þegar að vel liggur á mér stelst ég stundum í land, fel haminn minn og leik mér við mannfólkið. Það er getur verið gaman en hættulegt líka. Það er svo skrítið mannfólkið oft. Stundum held ég að ég sé búin að finna sálufélaga, gref haminn minn og nýt þess að vera með honum. Finnst gott að hafa e-h mér við hlið og held að mér sé óhætt að henda hamnum og bara vera og njóta en hingað til hefur það ekki gengið það er einsog að ef þú gefur of mikið af þér til e-h þá vill hann meira og meira og hættir ekki fyrr en að ég get ekki meir, fer í haminn minn og syndi í burtu...FRELSI. Ekki það ég gef og gef af mér, finnst gaman að vera kona, virkilega gott að vera í sambandi, meira að segja síðasti maður sem ég virkilega elskaði, ég virkilega naut þess að þvo af honum, elda hollan og góðann mat handa honum, rugluð hmm, sýndi á mér hliðar sem ég hélt ég ætti ekki til, ástríðufullt en eyðandi samband. Þá syndi ég í burtu...
Kannski eru hafmeyjur konur sem elska of mikið? Haldið þið að það sé hægt að elska of mikið? Hvernig getur tilfinning sem er svona góð og sönn-kærleikur verið of mikið?
Held samt sjálf að það séu bara til menn og konur sem geta ekki móttekið kærleika, eru alltaf efins og halda alltaf að það búi e-h annað þar undir. Ég vorkenni slíku fólki, ætla að halda áfram að stelast uppá land annað slagið þangað til að ég finn minn sálufélaga Minn tími mun koma!
Talandi um kærleika og smá útúrdúr, fyrir mér er Guð kærleikur, uppspretta alls. Við eigum að sýna náunganum kærleika og kærleikurinn er það sem heldur okkur á lífi-við lifum ekki á brauðinu einu saman
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kíki á þig af forvitni Takk fyrir kommentið mín megin.
Velkomin á bloggið. Ég sé að það er töluverður penni í þér líka stúlka góð. Heillandi frásögn.
Ef maður elskar of mikið þá er það ekki ást. Það er mitt mat. Að elska einhvern of mikið getur aðeins þýtt að eitthvað eyðandi sé í gangi. Ástin er öll einstefna og breytist í undirgefni og að tipla á tánum til að halda elskhuganum góðum. Þá er það ekki ást lengur heldur ótti. Þetta er allavega mín skoðun.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 19:02
Ég myndi mjög gjarnan vilja lesa ritgerðina þína. Netfangið mitt er jonag@icelandair.is ef þú getur hugsað þér að senda mér hana.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.